Nýjustu fréttir

Frá félögum

12. febrúar 2013

Nýliði í Al-Anon

Úr lesefninu

4. desember 2010

Fólk eins og ég

  

Al-Anon fjölskyldudeildirnar á Íslandi

Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru samtök ættingja og vina alkóhólista sem deila reynslu sinni, styrk og vonum svo þeir megi leysa sameiginlega vandamál sín. Við trúum að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að breytt viðhorf geti stuðlað að bata.
Al-Anon samtökin hafa aðeins einn tilgang; að hjálpa fjölskyldum alkóhólista. Við gerum það með því að tileinka okkur reynslusporin tólf, bjóða velkomnar og hughreysta fjölskyldur og vini alkóhólista og auðsýna alkóhólistanum skilning og hvatningu.
Al-Anon er óháð hverskyns trúarhópum, stjórnmála-skoðunum, félagasamtökum eða stofnunum, tekur ekki þátt í deilum, styður hvorki né er í andstöðu við nokkurn málstað.
Í Al-Anon er nafnleynd. Allt sem sagt er á fundum og félaga á milli er trúnaðarmál. Aðeins á þann hátt geta félagar óþvingaðir sagt það sem þeim býr í brjósti því þannig hjálpum við hvert öðru í Al-Anon.
Engin föst félagsgjöld eru greidd né félagaskrá haldin. Samtökin eru fjárhagslega sjálfstæð. Kostnaði er mætt með frjálsum framlögum félaganna og sölu á lesefni samtakanna.
Samtökin eru starfrækt í 115 löndum í flestum heimsálfum.
Fyrsti Al-Anon fundurinn hér á landi var haldinn 18. nóvember 1972 og er þessa dags minnst sem stofndags Al-Anon á Íslandi með sérstökum afmælisfundi ár hvert. 
Ef þú telur þig hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju einhvers, þá hvetjum við þig til þess að fara á fund hjá næstu fjölskyldudeild Al-Anon.

 


Skrifstofan er lokuð

 

Aðalþjónustuskrifstofunni var lokað 21. ágúst vegna fjárskorts.

 

Við erum að leita leiða til að geta opnað hana aftur og gerum okkur von um að það takist áður en langt um líður. Athugið að netfangið okkar al-anon@al-anon.is er áfram virkt og allur póstur verður lesinn.

 

Þeir sem vilja veita Al-Anon á Íslandi stuðning og styrkja okkar góðu starfsemi geta lagt inn á reikning samtakanna: 0101-26-021674, kt. 680978-0429
 

Kveðja frá Al-Anon á Íslandi