Nýjustu fréttir

Frá félögum

12. febrúar 2013

Nýliði í Al-Anon

Úr lesefninu

4. desember 2010

Fólk eins og ég

Opnunartími skrifstofu

Skrifstofan er opin alla þriðjudaga kl. 16:00-18:00.

 

- uppfært 13. nóvember 2015

Afmælisfundur Al-Anon á Íslandi

Grafarvogskirkju sunnudag 15. nóvember kl. 20:00

Samtökin voru stofnuð þann 18. nóvember 1972 og verða því 43 ára á þessu ári. Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember í Grafarvogskirkju.

 

Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir.  Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi og AA félagi deila reynslu, styrk og von auk þess sem lifandi tónlistarflutningur verður í lok fundarins. Þarna er kærkomið tækifæri til að bjóða öðrum í fjölskyldunni eða vinum til að gleðjast með okkur, sem erum á bataleið Al-Anon.


Hefð hefur skapast fyrir því að hafa sameiginlegt kaffihlaðborð í lok fundarins þar sem Al-Anon koma sjálfir með eitthvað góðgæti til að leggja á borð. Félagar eru hvattir til að baka og leggja þannig sitt af mörkum svo við nærum ekki bara sálina heldur náum að næra líkamann líka.  Þeir sem ná að baka komi með góðgætið í Grafarvogskirkju klukkan hálf-átta á sunnudagskvöldið.  Þetta er kjörið 12. spors starf.

 

Með kveðju,
Almannatengslanefnd Al-Anon

- póstað 14. nóvember 2015

Al-Anon fjölskyldudeildirnar á Íslandi

Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru samtök ættingja og vina alkóhólista sem deila reynslu sinni, styrk og vonum svo þeir megi leysa sameiginlega vandamál sín. Við trúum að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að breytt viðhorf geti stuðlað að bata.

 

Ef þú telur þig hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju einhvers, þá hvetjum við þig til þess að fara á fund hjá næstu fjölskyldudeild Al-Anon.

 

Hlekkirnir hérna vinstra megin veita meiri upplýsingar um samtökin og starfið.

 

Ný útgáfa af þjónustuhandbók Al-Anon á Íslandi er komin á vefinn. Það er hægt að hlaða henni niður undir Lesefni á íslensku og Al-Anon starfið > Landsþjónustan.

 

Al-Anon/Alateen Service Manual er hægt að nálgast á vefsíðu WSO (sjá Tenglar).

 

Félagar sem vilja styrkja Al-Anon á Íslandi geta lagt inn á reikning samtakanna:

0101-26-021674 - kt. 680978-0429