UM SKRIFSTOFUNA

Eins og flestum er kunnugt um hefur skrifstofan verið án starfsmanns síðan í ágúst á síðasta ári. Það er því að verða komið eitt ár frá lokun. Bóksala hefur að jafnað verið opin einu sinni í mánuði í umsjón fimm manna framkvæmdanefndar samtakanna. Framkvæmdanefnd sinnir fjölmörgum verkefnum, en þarf þó að gæta þess að ræna ekki aðra félaga tækifærinu á að bera ábyrgð með því að hafa of mörg verkefni á fáum höndum.

 

Nú freistum við þess að fá til liðs við okkur sjálfboðaliða til að sinna bóksölu á skrifstofunni í Sundaborg 5, einu sinni til tvisvar í viku. Munum að sameiginleg velferð okkar situr í fyrirrúmi. Bati hvers og eins byggist á einingu samtakanna.

 

Fáist ekki félagar til sjálfboðaliðastarfs verður síðasta bóksala mánudaginn 1. júní frá kl. 16:00-17:00 þar til fleiri gefa kost á sér til verkefnisins.

 

Fjórða þjónustuhugtakið á vel við af þessu tilefni, „Þátttaka er lykillinn að jafnvægi."

 

Þið sem viljið gefa kost á ykkur eruð beðin um að senda okkur tölvupóst eigi síðar en 31. maí nk. Netfangið er al-anon@al-anon.is.

 

Með kveðju frá framkvæmdanefnd

- póstað 27. maí 2015

Næsta bóksala verður 1. júní

Skrifstofan verður opin fyrir bóksölu mánudag 1. júní n.k.  kl. 16:00 - 17:00.

- uppfært 27. maí 2015

Al-Anon fjölskyldudeildirnar á Íslandi

Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru samtök ættingja og vina alkóhólista sem deila reynslu sinni, styrk og vonum svo þeir megi leysa sameiginlega vandamál sín. Við trúum að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að breytt viðhorf geti stuðlað að bata.

 

Ef þú telur þig hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju einhvers, þá hvetjum við þig til þess að fara á fund hjá næstu fjölskyldudeild Al-Anon.

 

Hlekkirnir hérna vinstra megin veita meiri upplýsingar um samtökin og starfið.

 

Ný útgáfa af þjónustuhandbók Al-Anon á Íslandi er komin á vefinn. Það er hægt að hlaða henni niður undir Lesefni á íslensku og Al-Anon starfið > Landsþjónustan.

 

Al-Anon/Alateen Service Manual er hægt að nálgast á vefsíðu WSO (sjá Tenglar).

 

Félagar sem vilja styrkja Al-Anon á Íslandi geta lagt inn á reikning samtakanna:

0101-26-021674 - kt. 680978-0429


Fundarskrá uppfærð

Fundarskráin hefur verið uppfærð, gildir frá 1. apríl 2015.

- uppfært 12. apríl 2015