Nýjustu fréttir

Frá félögum

12. febrúar 2013

Nýliði í Al-Anon

Úr lesefninu

4. desember 2010

Fólk eins og ég

Al-Anon fjölskyldudeildirnar á Íslandi

Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru samtök ættingja og vina alkóhólista sem deila reynslu sinni, styrk og vonum svo þeir megi leysa sameiginlega vandamál sín. Við trúum að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að breytt viðhorf geti stuðlað að bata.

 

Ef þú telur þig hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju einhvers, þá hvetjum við þig til þess að fara á fund hjá næstu fjölskyldudeild Al-Anon.

 

Hlekkirnir hérna vinstra megin veita meiri upplýsingar um samtökin og starfið.

 

Ný útgáfa af þjónustuhandbók Al-Anon á Íslandi er komin á vefinn. Það er hægt að hlaða henni niður undir Lesefni á íslensku og Al-Anon starfið > Landsþjónustan.

 

Al-Anon/Alateen Service Manual er hægt að nálgast á vefsíðu WSO (sjá Tenglar).


Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2015

Ráðstefnan verður haldin 21. og 22. mars í Reykjavík.
Sjá nánar Fréttir og tilkynningar á Hlekknum.
póstað 30. janúar 2015

Breyting á fundaskrá

Þann 3. febrúar breytist tímasetningin á fundum kvennadeildar í kaffistofu Samhjálpar, Borgartúni 1. Fundirnir verða áfram á þriðjudagskvöldum en tíminn breytist úr 20:00 í 21:00.

Póstað 14. jan. 2015
 

Opnunartími skrifstofu vegna bóksölu

Ákveðið hefur verið að hafa skrifstofuna opna fyrir bóksölu til deilda og félaga
fyrsta mánudag í hverjum mánuði frá kl. 16:00-18:00.

Skipulagðir bóksöludagar eru 1. desember 2014, 5. janúar 2015, 2. febrúar og 2. mars. Þessar dagsetningar eru settar fram með þeim fyrirvara að þær geta breyst ef rekstrarforsendur fyrir opnun skrifstofu breytast, en eins og staðan er núna er ekki útlit fyrir að skrifstofan verði opin umfram þetta fram að næstu páskum.

Með það í huga að "Góðir hlutir gerast hægt" vonumst við til að í framhaldi af því verði hægt að auka opnunartíma skrifstofunnar.

- Kveðja frá Framkvæmdanefnd


Aðalþjónustuskrifstofunni var lokað 21. ágúst vegna fjárskorts. Við erum að leita leiða til að geta opnað hana aftur og gerum okkur von um að það takist áður en langt um líður. Netfangið okkar al-anon@al-anon.is er áfram virkt og allur póstur verður lesinn. Þeir sem vilja veita Al-Anon á Íslandi stuðning og styrkja okkar góðu starfsemi geta lagt inn á reikning samtakanna: 0101-26-021674, kt. 680978-0429

 

Kveðja frá Al-Anon á Íslandi