Reynslusporin

Hver er tilgangurinn með reynslusporunum tólf?
Reynslusporin tólf eru vegvísir í átt til betra lífs þegar við lærum að nýta okkur þau til þess að byggja okkur upp á ný. Áhrifin af drykkju annarrar manneskju hefur sett mark á líf okkar.

Nauðsynlegt er að íhuga sporin gaumgæfilega til þess að ná framförum í Al-Anon. Grundvallaratriði sporanna eru algild, þau geta allir hagnýtt sér, hvaða trú sem þeir aðhyllast. Í Al-Anon kappkostum við að fá stöðugt dýpri skilning á reynslusporunum og biðjum um visku til þess að geta nýtt þau í lífi okkar.

Reynslusporin 12

  1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart áfengi og að við gætum ekki lengur stjórnað eigin lífi.
  2. Við fórum að trúa að máttur okkur æðri gæti gert okkur andlega heilbrigð að nýju.
  3. Við tókum þá ákvörðun að fela líf okkar og vilja umsjá guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum.
  4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar.
  5. Við játuðum misgjörðir okkar fyrir guði, sjálfum okkur og annarri manneskju og nákvæmlega hvað í þeim fólst.
  6. Við vorum þess albúin að láta guð fjarlægja alla skapgerðarbrestina.
  7. Við báðum guð í auðmýkt að losa okkur við brestina.
  8. Við skráðum misgjörðir okkar gagnvart náunganum og urðum fús til að bæta fyrir þær.
  9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan.
  10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar viðurkenndum við yfirsjónir okkar umsvifalaust.
  11. Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband okkar við guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um það eitt að vita vilja hans og hafa mátt til að framkvæma hann.
  12. Við urðum fyrir andlegri vakningu er við stigum þessi spor og reyndum því að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.

Lesefni um sporin tólf:

P-5 Leiðsögn til bata: fjórða spor Al-Anon – uppgjör
B-22 Al-Anon leiðin

B-8 Al-Anons´s Twelve Steps and Twelve Traditions
P-4 Alcoholism, The Family Disease

Uppfært 23. nóvember 2013