Efni óskast frá félögum

Reynslusögur Al-Anon félaga

Undir krækjunni Frá félögum eru birtar frásagnir Al-Anon félaga en í þeim deila þeir reynslu, styrk og von.

Reynsla af því að takast á við afleiðingar fjölskyldusjúkdómsins alkóhólisma.
Styrk sem félagar hafa sótt til samtakanna, í fundina, lesefnið og þjónustuna.
Von sem þeir hafa öðlast um hamingjuríkara líf við það að feta Al-Anon bataleiðina.

Þetta efni er ýmist þýtt eða kemur frá íslenskum Al-Anon félögum.

Ritstjórn Hlekksins vill hvetja félaga til að senda inn reynslusögur sínar.

Lengd pistlanna getur verið frá nokkrum línum upp í eitt til eitt og hálft A4 blað og félagar þurfa ekki að hafa áhyggjur af uppsetningu, stafsetningu eða málfræði. Ritstjórn tekur að sér að fara yfir og ganga frá efninu til netútgáfu. Ekkert efni frá félögum fer þó á Hlekkinn án þess að viðkomandi sé búnir að lesa yfir og samþykkja þær breytingar sem gerðar eru.

Ritstjórn Hlekksins ber ábyrgð á öllu því efni sem hér er birt og gætir þess að það sé í anda meginreglna Al-Anon og stangist ekki á við erfðavenjurnar tólf.

Ef þú félagi góður hefur áhuga á að deila reynslu þinni með öðrum, ekki hika við að senda okkur línu á al-anon@al-anon.is.
Þegar einhver, einvers staðar, leitar eftir hjálp,
megi hönd Al-Anon og Alateen ávallt vera til staðar
og megi það byrja hjá mér!