19. september 2020 02:57

Bókamerki um trúnaðarsambandið komið út á íslensku

 

Bókamerkið "Trúnaðarsambandið - Samvinna til bata" (M-78) sem á ensku heitir "Sponsorship - Working Together to Recover" er komið út á íslensku. Bókamerkið kostar kr. 250.

18. september 2020 02:14

Þjónustuhugtökin (P-57) bæklingur kominn út á íslensku

Bæklingurinn The Concepts Al-Anon´s Best Kept Secret? (P-57) er nú kominn út á íslensku undir heitinu: Þjónustuhugtökin, best varðveitta leyndarmál Al-Anon? (P-57). Hann er 24 blaðsíður og myndskreyttur. Í bæklingnum er þriðju arfleifð Al-Anon lýst á einfaldan og aðgengilegan hátt til að auðvelda skilning á þjónustuhugtökunum tólf. Bæklingurinn getur nýst félögum og deildum sem fyrsta skref við að kynna sér og tileinka þjónustuhugtökin tólf.

 

Með kveðju

útgáfunefnd

 

28. ágúst 2020 07:50

Vinnusmiðja Al-Anon árið 2020 fellur niður

Til stóð til að halda Landsþjónusturáðstefnu Al-Anon og opna vinnusmiðju um þjónustuhandbókina í mars sl. en þessu var frestað til hausts með þá von að Covid -19 veiran yrði gengin yfir. Eins og þið vitið er það því miður ekki svo og verður ráðstefnan því haldin með öðru sniði en venjulega þann 12. september nk. Á hana mæta aðeins kjörnir fulltrúar nefnda og svæða.

 

Vegna þessara sérstöku aðstæðna hefur verið ákveðið að fella niður vinnusmiðjuna sem vani er að halda daginn eftir Landsþjónusturáðstefnu samtakanna.

 

Með Al-Anon kveðju,
Ráðstefnunefnd

23. maí 2020 11:19

Ný dagsetning á Landsþjónusturáðstefnu

12. og 13. september 2020

 

Kæru félagar

 

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2020 sem halda átti í mars sl. var frestað vegna Covid 19.

 

Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 12. september n.k. kl. 9:30 – 16:00 og vinnusmiðja verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 13. september kl. 10:00 – 13:00 í  Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29 Reykjavík.

 

6. maí 2020 07:01

Bóksala á skrifstofu og afgreiðsla netpantana

Breytingar

 

Ákveðið hefur verið að gera tímabundnar breytingar á afgreiðslu netpantana hjá bóksölu samtakanna. Netpantanir hjá www.al-anon.is  verða afgreiddar einu sinni í viku í stað aðra hverja viku.

 

Fyrsta fimmtudag í maí og júní verður bóksalan á skrifstofan opin á hefðbundnum tíma. Um miðjan júlí og fram í miðjan ágúst fer bóksalan í sumarfrí og verður send út tilkynning vegna opnunartíma eftir sumarfrí.

 

9. apríl 2020 08:54

Al-Anon á COVID-19 tímum

frá aðalþjónustunefnd

 

Aðstæður í samfélaginu eru vægast sagt öðruvísi en vanalega og skiptir þá engu hver á í hlut. Segja má að öll starfsemi í landinu sé með óvenjulegum hætti og þar er Al-Anon ekki undanskilið.

 

Starfsemi í deildum er því mismunandi. Sumar deildir hafa fellt tímabundið niður fundi, sumar komið á netfundum og aðrar halda hefðbundna fundi þar sem hægt er að virða fjölda- og fjarlægðartakmarkanir.

 

7. apríl 2020 11:53

Samkomubannið og fundaskráin

 

Síðan síðasta frétt um breytingar á fundaskrá vegna Covid-19 var send út, þá hafa orðið frekari breytingar á fundaskránni. Fundaskráin er stöðugt að breytast eftir því sem deildirnar aðlaga fundi sína að samkomubanninu. Við vonum að þið sýnið því skilning að ekki er hægt að gefa út tilkynningu fyrir hverja einustu breytingu. Best er að heimsækja fundaskrána á vefsíðunni reglulega til að sjá hvaða deildir eru búnar að flytja fundina sína á netið.

 

Með kveðju

Vefumsjón Al-Anon á Íslandi

26. mars 2020 08:27

Breyting á fundaskrá vegna Covid-19

Samkomubann

 

Í ljósi samkomubanns vegna COVID-19, og þeirrar fordæmalausri stöðu sem samfélagið stendur frammi fyrir, hefur fundaskrá Al-Anon fjölskyldudeildana á Íslandi tekið breytingum samkvæmt samvisku hverrar deildar.  Fundartímar hafa verið færðir til, fundum frestað um óákveðinn tíma eða haldnir verða netfundir í stað hefðbundinna funda.

 

Helstu breytingar á fundaskránni eru sem hér segir: